Um okkur

 

 

Reykjavík Bitch & Co. er lífstílsverslun á netinu þar sem í boði eru sérvaldar hágæðavörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum, allt frá nýfæddum Chihuaha hvolpum til roskinna Rottweiler rakka.

 

Við leggjum ástríðu og metnað í að þefa uppi vörur frá framúrskarandi framleiðendum víðsvegar að úr heiminum og veljum úr þær vörur sem að okkar mati sameina notagildi, vandað handverk og fallega hönnun.  

 

Hjá okkur færðu fatnað og fylgihluti sem fylgja nýjustu trendum í tísku og innanhúshönnun, tímalausa klassíska hönnun sem byggist á aldagömlum hefðum og skemmtilegar og frumlegar vörur ólíkar öllu því sem þú hefur áður séð. Okkar markmið er að bjóða eingöngu upp á vörur sem poppa upp bæði heimili og hund.  

 

Reykjavík Bitch & Co. er fyrir alla þá sem vilja fallegar og endingargóðar vörur fyrir ferfætta loðbarnið á heimilinu. Hjá okkur finnur þú dúnmjúkar pullur til að kúra á eftir kvöldmatinn, litrík leikföng sem örva leikgleði og draga úr streitu, lífrænt snakk laust við sykur, litarefni og erfðabreytt bjakk og vatteraðar vetrarúlpur fyrir veðurfar þar sem hundi er vart út sigandi.

 

Það fer enginn í hundana hjá Reykjavík Bitch & Co., hjá okkur færðu réttu gjöfina fyrir besta vin mannsins.  

 

Ertu á Instagram? Við viljum gjarnan sjá voffann með vörur frá Reykjavík Bitch & Co. Merktu okkur inn á myndina með myllumerkinu #reykjavikbitch og @reykjavikbitch.  

 

 

Hlý kveðja xoxo

Margrét R. Jónasar, Ugla og Kría


 

Fylgdu okkur á Instagram