Skilmálar

 

Upplýsingar um fyrirtækið  
Reykjavík Bitch & Co. er rekið af Dýrabær ehf. kennitala 571201-3560, Hagasmári 1, 201 Kópavogi, 893-3062, rbitch@reykjavikbitch.com.

Afhending vöru
Vörur sem pantaðar eru á vefnum eru sendar viðtakanda með Íslandspósti. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða önnur úrræði. Kaupandi greiðir sendingarkostnað vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Dýrabær ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum, eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Dýrabæ ehf. til viðkomandi, er tjónið á ábyrgð kaupanda. Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst fyrir innlendar pantanir, en 7-21 dagar fyrir erlendar pantanir. 

Verð á vöru og sendingarkostnaður   
Öll verð í vefverslun eru í íslenskum krónum með inniföldum virðisaukaskatti.  Kaupandi greiðir sendingakostnað. Við sendum allar vörur með Íslandspósti.

Skila- og skiptaréttur
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara  
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess óskað. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Greiðslur
Hægt er að greiða pantanir með kreditkorti eða debetkorti. Greiðslugátt sem er notuð kemur frá Valtior.is.  Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda er tryggt.

Fyrirvari
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörur í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á tölvuskjá þínum, vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir.

Trúnaður og persónuupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Dýrabær ehf. mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem verða til við pantanir, né vista upplýsingar um þá sem panta, lengur en ástæða er til. Upplýsingar eru vistaðar fyrir þá notendur sem kjósa að stofna sér aðgang að vefverslunninni.

Lög og varnarþing  
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.